Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 06. október 2019 18:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hörður Björgvin dregur sig einnig úr landsliðshópnum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Björgvin Magnússon hefur neyðst til að draga sig úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Frakklandi og Andorra í undankeppni EM 2020.

Hörður meiddist á ökkla í leik með CSKA Moskvu í Evrópudeildinni á fimmtudag og þurfti hann að yfirgefa leikvanginn á hækjum.

„Hörður Björgvin Magnússon hefur neyðst til að draga sig út úr leikmannahópi Íslands fyrir komandi leiki vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrir á fimmtudag. Ekki er vitað hversu lengi Hörður verður frá," segir í tilkynningu KSÍ.

Ekki hefur enn komið fram hvort einhver leikmaður verði kallaður inn í hópinn í stað Harðar, sem var allan tímann á varamannabekk CSKA í 3-1 tapi gegn Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson þurfti fyrr í dag einnig að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

Ísland mætir Frakklandi á föstudag og Andorra á mánudeginum eftir. Báðir leikir eru á Laugardalsvelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner