Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 06. október 2019 15:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Jafnt í leikjum Roma og Lazio - Fiorentina og Atalanta á skriði
Atalanta er í þriðja sæti deildarinnar.
Atalanta er í þriðja sæti deildarinnar.
Mynd: Getty Images
Það eru fjórir leikir búnir í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Roma og Lazio mistókst að vinna sína leiki.

Lazio heimsótti Bologna í leik þar sem Bologna komst tvisvar yfir. Lazio náði hins vegar að svara fljótlega í bæði skiptin. Á 88. mínútu fékk Joaquin Correa dauðafæri til að tryggja sigurinn, en honum mistókst að skora úr vítaspyrnu.

Bæði lið misstu mann af velli með rautt spjald í seinni hálfleiknum. Lucas Leiva fékk sitt annað gula spjald á 59. mínútu og Gary Medel fékk beint rautt á 70. mínútu.

Roma mætti Cagliari og þar var niðurstaðan einnig jafntefli. Cagliari komst yfir með marki úr víti á 26. mínútu, en fimm mínútum síðar jafnaði Roma. Leikmaður Cagliari gerði sjálfsmark.

Roma var betri aðilinn í leiknum, en fleiri urðu mörkin ekki.

Roma er í fimmta sæti, með stigi meira en Lazio sem er í sjötta sæti. Cagliari kemur svo í sjöunda sæti og er Bologna í 11. sæti.

Þriðji sigur Fiorentina í röð kom gegn Udinese. Varnarmaðurinn Nikola Milenkovic skoraði sigurmarkið fyrir Fiorentina, sem er í áttunda sæti. Udinese er í 14. sæti.

Þá vann Atalanta sigur á nýliðum Lecce, 3-1. Atalanta er í þriðja sæti með 16 stig og er Lecce í 18. sæti með sex stig. Atalanta hefur unnið þrjá leiki í röð.

Atalanta 3 - 1 Lecce
1-0 Duvan Zapata ('35 )
2-0 Alejandro Gomez ('40 )
3-0 Robin Gosens ('56 )
3-1 Fabio Lucioni ('86 )

Bologna 2 - 2 Lazio
1-0 Ladislav Krejci ('21 )
1-1 Ciro Immobile ('23 )
2-1 Rodrigo Palacio ('31 )
2-2 Ciro Immobile ('39 )
2-2 Joaquin Correa ('88 , Misnotað víti)
Rautt spjald: Lucas Leiva, Lazio ('59), Gary Medel, Bologna ('70)

Fiorentina 1 - 0 Udinese
1-0 Nikola Milenkovic ('72 )

Roma 1 - 1 Cagliari
0-1 Joao Pedro ('26 , víti)
1-1 Luca Ceppitelli ('31 , sjálfsmark)

Leikir kvöldsins:
16:00 Torino - Napoli (Stöð 2 Sport)
18:45 Inter - Juventus (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner