Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 06. október 2019 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Arsenal-menn ósáttir við að fá ekki víti
Mynd: Getty Images
Arsenal vann 1-0 sigur á Bournemouth, en stuðningsmenn Arsenal hefðu líklega viljað sjá stærri sigur ef eitthvað er.

David Luiz kom Arsenal yfir eftir hornspyrnu á níundu mínútu, en á 24. mínútu féll kantmaðurinn Nicolas Pepe í teignum eftir viðskipti Diego Rico í teignum.

Það var engin vítaspyrna dæmd og VAR sá ekki ástæðu til þess að breyta því.

Arsenal-menn voru vægast sagt ekki ánægðir með þetta.

Garðar Gunnlaugsson, fyrrum framherji Vals og ÍA meðal annars, spyr sig á Twitter hvernig þetta hafi ekki verið vítaspyrna. Hann birtir myndband þar sem samanburður er á vítinu sem Liverpool fékk í 2-1 sigri sínum á Leicester í gær og vítinu sem Arsenal fékk ekki í dag.

Myndbandið má sjá hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner