Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 06. október 2019 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær hættur á Twitter
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, eyddi Twitter-reikningi sínum eftir markalausa jafnteflið gegn AZ Alkmaar í Evrópudeildinni á fimmtudag.

Gagnrýnin á Solskjær hefur aukist til muna undanfarnar vikur og eftir leiðinlegt markalaust jafntefli í Hollandi eyddi hann Twitter-reikningi sínum.

Á Mirror segir að Solskjær hafi svarað stuðningsmanni áður en reikningurinn hvarf. Hann þakkaði stuðningsmanninum fyrir góð skilaboð.

„Takk fyrir skilaboðin. Ég er ánægður að einhver sjái framfarirnar, við gerum það. Sóknarleikurinn mun koma," á Solskjær að hafa skrifað.

Man Utd hefur átt í vandræðum í upphafi tímabils, en liðið mætir Newcastle síðar í dag. Leikurinn hefst klukkan 15:30.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner