Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 06. október 2019 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Southgate ekki á leið í ensku úrvalsdeildina á næstunni
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segist ekki vera á leið í ensku úrvalsdeildina á næstunni.

Southgate var nýlega orðaður við Tottenham, en sögusagnir eru um að Mauricio Pochettino verði ekki mikið lengur stjóri Spurs eftir slakt gengi liðsins að undanförnu.

Southgate er samningsbundinn enska knattspyrnusambandinu til 2022 og ætlar hann að standa við þann samning.

„Ég er landsliðsþjálfari Englands og það er mikill heiður að sinna þessu starfi. Við teljum að liðið geti haldið áfram að bæta sig og þangað til að mér er sagt annað, þá er ég samningsbundinn hérna til 2022," sagði Southgate.

Southgate hefur náð flottum árangri sem landsliðþjálfari Englands. Unidr hans stjórn fór England í undanúrslitin á HM í fyrra.

Southgate stýrði síðast félagsliði árið 2009 er hann stýrði Middlesbrough. Það er líka eina félagsliðið sem hann hefur stýrt.
Athugasemdir
banner
banner