banner
   sun 06. október 2019 08:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Southgate: Lingard veit að hann hefur ekki átt gott tímabil
Jesse Lingard hefur ekki gengið vel inná fótboltavellinum undanfarna mánuði.
Jesse Lingard hefur ekki gengið vel inná fótboltavellinum undanfarna mánuði.
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands tilkynnti landsliðshópinn á fimmtudaginn sem mætir Tékklandi og Búlgaríu í undankeppni EM 11. og 14. október næstkomandi.

Jesse Lingard hefur ekki verið að spila vel með Manchester United. Southgate ræddi einmitt um hann á blaðamannafundinum þegar hópurinn var tilkynntur þar sem Lingard var ekki valinn í hópinn að þessu sinni.

„Jesse (Lingard) er búinn að eiga erfitt tímabil og hann veit það sjálfur. Ég hef mikla trú á Jesse (Lingard), hann hefur alltaf spilað vel fyrir okkur. Spilamennska hans fyrir England hefur verið frábær."

„Þegar þú spilar sem sóknarsinnaður miðjumaður verður þú dæmdur á skoruðum mörkum og hversu mörg þú ert að leggja upp. Það er ekki hægt að horfa framhjá leikmönnum eins og (Raheem) Sterling og (Jadon) Sancho þegar kemur að þessari tölfræði," sagði Southgate.

Jesse Lingard var ekki sá eini sem er reglulega í hópnum og varð ekki fyrir valinu að þessu sinni, Dele Alli leikmaður Tottenham var ekki heldur valinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner