Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 06. nóvember 2018 18:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið í Meistaradeildinni: Enginn Messi
Messi er ekki í leikmannahópi Barcelona.
Messi er ekki í leikmannahópi Barcelona.
Mynd: Getty Images
Gazzaniga er í markinu hjá Tottenham.
Gazzaniga er í markinu hjá Tottenham.
Mynd: Getty Images
Mbappe og Neymar byrja frammi hjá PSG gegn Napoli.
Mbappe og Neymar byrja frammi hjá PSG gegn Napoli.
Mynd: Getty Images
Það hefjast sex leikir klukkan 20:00 í Meistaradeildinni. Tveir leikir eru nú þegar hafnir og óhætt er að segja að óvænt úrslit séu í hálfleik í þessum tveimur leikjum.


Leikur Inter og Barcelona er hvað athyglisverðastur af þessum leikjum sem er að hefjast klukkan 20:00. Lionel Messi er að verða búinn að jafna sig eftir að hafa handabrotnað en hann er ekki í hóp í kvöld. Það eru engar áhættur teknar með hann.

Fyrir leikinn er Barcelona með níu stig, Inter með sex stig. Liðin eru í mjög góðum málum en Barcelona mun vinna riðilinn með sigri.

Byrjunarlið Inter: Handanovic, Vrsaljko, De Vrij, Skriniar, Asamoah, Brozovic, Vecino, Nainggolan, Politano, Perisic, Icardi.

Byrjunarlið Barcelona: Ter Stegen, Roberto, Pique, Lenglet, Alba, Busquets, Arthur, Rakitic, Coutinho, Dembele, Suarez.

Tottenham spilar við PSV á Wembley. Fyrri leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Hugo Lloris er í leikbanni hjá Tottenham. Þessi leikur er í sama riðli og leikur Barcelona og Inter en fyrir leikinn eru bæði þessi lið með eitt stig.

Byrjunarlið Tottenham: Gazzaniga, Aurier, Alderweireld, Sanchez, Davies, Winks, Eriksen, Alli, Moura, Son, Kane.

Byrjunarlið PSV: Zoet, Dumfries, Schwaab, Viergever, Angelino, Rosario, Hendrix, Pereiro, Bergeijn, De Jong, Lozano.

Atletico Madrid tapaði 4-0 gegn Dortmund fyrir tveimur vikum og ætlar að bæta fyrir tapið í kvöld. Napoli fær PSG í heimsókn.

Byrjunarlið Atletico: Oblak, Lucas, Gimenez, Filipe Luiz, Juanfran, Thomas, Rodri, Saul, Correa, Griezmann, Kalinic.

Byrjunarlið Dortmund: Burki, Hakimi, Akanji, Toprak, Piszczek, Witsel, Delaney, Reus, Sancho, Pulisic, Alcacer.

Byrjunarlið Napoli: Ospina, Mario Rui, Koulibaliy, Albiol, Maksimovic, Allan, Fabian Ruiz, Hamsik, Callejon, Insigne, Mertens.

Byrjunarlið PSG: Buffon, Meunier, Thiago Silva, Kehrer, Bernat, Marquinhos, Verratti, Draxler, Di Maria, Mbappe, Neymar.

Leikir dagsins:
A-riðill:
20:00 Atletico Madrid - Borussia Dortmund (Stöð 2 Sport 5)
17:55 Mónakó - Club Brugge

B-riðill:
20:00 Inter Milan - Barcelona (Stöð 2 Sport 2)
20:00 Tottenham - PSV (Stöð 2 Sport 3)

C-riðill
17:55 Rauða Stjarnan - Liverpool (Stöð 2 Sport 2)
20:00 Napoli - PSG (Stöð 2 Sport 4)

D-riðill
20:00 Porto - Lokomotiv Moskva
20:00 Schalke - Galatasaray
Athugasemdir
banner
banner
banner