Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 06. nóvember 2018 21:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Coleman styrkti Sean Cox - Snýst ekki um Liverpool og Everton
Seamus Coleman.
Seamus Coleman.
Mynd: Getty Images
Ráðist var á Sean Cox, stuðningsmann Liverpool, fyrir leik Liverpool og Roma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Líkamsárásin var alvarleg en Cox getur hvorki setið uppréttur né talað í dag. Óljóst er hversu mikilli getu hann mun ná aftur.

Settur var upp reikningur til stuðnings Cox, en hann er enn á spítala að jafna sig. Það styttist í það að 200 þúsund pund hafi safnast, en það gera rétt rúmlega 30 milljónir króna.

Seamus Coleman, bakvörður Everton - erkifjanda Liverpool, ákvað að leggja söfnunni lið. Hann lagði ríginn á milli Liverpool og Everton til hliðar og gaf 4.300 pund í söfnunina.

„Við verðum að standa saman og fótbolti er frábær leið til þess," sagði Coleman. „Að félögin séu erkifjendur skiptir engu máli þegar svona gerist."

„Ég sá á samfélagsmiðlum að stjóri Liverpool hefði sett pening í söfnunina og ég sá tengil á styrktarsíðuna. Ég ákvað því að leggja mitt af mörkum."

Smelltu hér til að fara inn á aðalstyrktarsíðuna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner