Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 06. nóvember 2018 22:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Fake news," segir Wenger
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, segir það ekki rétt að hann sé að taka við AC Milan.

Fjölmiðlar í Frakklandi töluðu um það að Wenger væri nálægt því að ná samkomulagi um að taka við AC Milan.

Wenger hefur verið atvinnulaus síðan hann yfirgaf Arsenal eftir síðasta tímabil, hann var 22 ár hjá félaginu.

Gennaro Gattuso er þjálfari AC Milan en frammistaðan undir hans stjórn hefur verið undir væntingum. Milan er í fjórða sæti ítölsku A-deildarinnar eftir flautumarkssigur gegn Udinese á sunnudag.

Wenger tjáði sig um fréttirnar á BeIN Sports í kvöld. „Það eina sem ég get sagt er að þetta eru fake news (falskar fréttir). Ef ég væri að skrifa undir einhvers staðar þá myndi ég segja það."



Athugasemdir
banner
banner
banner