Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 06. nóvember 2018 19:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lukaku tæpur fyrir grannaslaginn gegn City
Lukaku er meiddur. Hann spilar ekki gegn Juventus á morgun og er tæpur fyrir grannaslaginn gegn City á sunnudag.
Lukaku er meiddur. Hann spilar ekki gegn Juventus á morgun og er tæpur fyrir grannaslaginn gegn City á sunnudag.
Mynd: Getty Images
Belgíski framherjinn Romelu Lukaku mun missa af leik Manchester United gegn Juventus í Meistaradeildinni á morgun vegna meiðsla.

Jose Mourinho, stjóri United, staðfesti það á blaðamannafundi í Tórínó í kvöld en hann greindi jafnframt frá því að Lukaku væri tæpur fyrir grannaslaginn gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.

Lukaku var settur á bekkinn fyrir leikinn gegn Everton um þar síðustu helgi. Hann missti svo af leiknum gegn Bournemouth um helgina vegna meiðsla. Báðir leikirnir enduðu með 2-1 sigri Man Utd.

Lukaku hefur ekki verið góður á tímabilinu og átt í vandræðum fyrir framan markið.

Hann kom til United í fyrra frá Everton fyrir 75 milljónir punda (gæti hækkað í 90 milljónir punda). Hann skoraði 27 mörk í öllum keppnum á síðasta tímabili en hefur aðeins skorað fjögur mörk hingað til á þessari leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner