Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 06. nóvember 2018 21:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Eitt lið komið áfram - Spurs á möguleika
Tottenham á möguleika.
Tottenham á möguleika.
Mynd: Getty Images
Barcelona er eina liðið sem er komið áfram.
Barcelona er eina liðið sem er komið áfram.
Mynd: Getty Images
Napoli og PSG gerðu jafntefli. Napoli er á toppnum í C-riðli. Hér má sjá Lorenzo Insigne fagna marki sínu.
Napoli og PSG gerðu jafntefli. Napoli er á toppnum í C-riðli. Hér má sjá Lorenzo Insigne fagna marki sínu.
Mynd: Getty Images
Tottenham er í möguleika á að komast áfram í Meistaradeildinni eftir dramatískan sigur á PSV Eindhoven á Wembley í kvöld.

Tottenham lenti undir eftir aðeins nokkrar sekúndur þegar Luuk de Jong skoraði.

Tottenham var lengi að svara þessu en að tókst loksins á 78. mínútu. Harry Kane skoraði þá laglegt mark. Kane var aftur á ferðinni á 89. mínútu þegar hann átti lausan skalla sem fór af tveimur varnarmönnum PSV og inn. Heppnisstimpill yfir markinu.


Dramatískur sigur hjá Tottenham en hinum leik kvöldsins í þessum riðli, B-riðlinum, gerðu Inter og Barcelona jafntefli.

Barcelona var sterkari aðilinn í Mílanó og náði loksins forystunni á 83. mínútu þegar varamaðurinn Malcom skoraði. Forystan var hins vegar ekki langlíf þar sem Mauro Icardi jafnaði á 87. mínútu. Lokatölur 1-1.

Staðan í þessum riðli er þannig að Barcelona er á toppnum með 10 stig en Inter er með sjö stig. Tottenham er með fjögur stig og PSV er á botninum með eitt stig. Barcelona er komið áfram en PSV fer ekki neitt lengra; kannski í Evrópudeildina.

Jafnt hjá PSG og Napoli - Hvað þýðir það?
Liverpool tapaði fyrr í kvöld 2-0 gegn Rauðu stjörnunni frá Serbíu. Óvænt úrslit en sanngjörn.

Liðin sem eru með Liverpool og Rauðu stjörnunni í riðli, Napoli og PSG áttust við á Ítalíu í kvöld. PSG náði forystunni með marki Juan Bernat undir lok fyrri hálfleiks en Napoli jafnaði á 62. mínútu þegar Lorenzo Insigne skoraði úr vítaspyrnu. Vítspyrnan var dæmd eftir að Gianluigi Buffon, markvörður PSG, braut af sér.

Lokatölur 1-1. Napoli er komið upp fyrir Liverpool á toppi riðilsins, þó bæði lið séu með sex stig. PSG er með fimm stig og Rauða stjarnan er með fjögur stig. Það getur allt gerst í þessum riðli.

Liverpool á eftir að mæta Napoli á Anfield og PSG í París. Það eru tvær umferðir eftir.

Barcelona eina liðið sem er komið áfram
Enn sem komið er aðeins eitt lið búið að tryggja sig áfram í 16-liða úrslitin. Það er Barcelona.

Það eru nokkur lið í góðum málum. Eins og til dæmis Atletico Madrid og Borussia Dortmund. Bæði lið eru með níu stig eftir að Atletico vann Dortmund 2-0 í kvöld.

Liðin eru með níu stig í A-riðli en næst kemur Club Brugge með fjögur stig. Mónakó er með eitt stig. Lærisveinar Thierry Henry í Mónakó eru úr leik.

Í D-riðli eru Porto og Schalke í fínum málum. Porto vann Lokomotiv Moskvu í kvöld og Schalke sigraði í leik sínum gegn Galatasaray. Porto er með 10 stig og Schalke með átta stig. Galatasaray er með fjögur stig og Lokomotiv Moskva án stiga og úr leik.

Hér að neðan eru öll úrslit kvöldsins.

A-riðill
Mónakó 0 - 4 Club Brugge
0-1 Hans Vanaken ('12 )
0-2 Hans Vanaken ('17 , víti)
0-3 Wesley ('24 )
0-4 Ruud Vormer ('85 )

Atletico Madrid 2 - 0 Borussia D.
1-0 Saul ('33 )
2-0 Antoine Griezmann ('80 )

B-riðill
Tottenham 2 - 1 PSV
0-1 Luuk de Jong ('2 )
1-1 Harry Kane ('78 )
2-1 Sjálfsmark ('89 )

Inter 1 - 1 Barcelona
0-1 Malcom ('83 )
1-1 Mauro Icardi ('87 )

C-riðill
Crvena Zvezda 2 - 0 Liverpool
1-0 Milan Pavkov ('22 )
2-0 Milan Pavkov ('29 )

Napoli 1 - 1 Paris Saint Germain
0-1 Juan Bernat ('45 )
1-1 Lorenzo Insigne ('62 , víti)

D-riðill
Porto 4 - 1 Lokomotiv
1-0 Hector Herrera ('2 )
2-0 Moussa Marega ('42 )
2-1 Jefferson Farfan ('59 )
3-1 Jesus Corona ('67 )
4-1 Otavio ('90 )

Schalke 04 2 - 0 Galatasaray
1-0 Guido Burgstaller ('4 )
2-0 Mark Uth ('57 )

Sjá einnig:
Meistaradeildin: Liverpool átti engin svör í Serbíu



Athugasemdir
banner
banner
banner