þri 06. nóvember 2018 19:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Liverpool átti engin svör í Serbíu
Henry farinn að finna fyrir pressu í Mónakó?
Liverpool gerði ekkert til að verðskulda meira en tap.
Liverpool gerði ekkert til að verðskulda meira en tap.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Henry hefur fengið hörmunarbyrjun sem stjóri Mónakó.
Henry hefur fengið hörmunarbyrjun sem stjóri Mónakó.
Mynd: Getty Images
Rauða stjarnan frá Serbíu gerði sér lítið fyrir og vann Liverpool í Meistaradeildinni í dag.

Það var rosalegt andrúmsloft í Serbíu en stuðningsmennirnir hjá Rauðu stjörnunni tóku ekkert rosalega vel á móti gestunum frá Englandi.




Daniel Sturridge fékk dauðafæri til að koma Liverpool yfir á 17. mínútu en hann setti boltann yfir er hann var stutt frá markinu. Fyrsta mark leiksins kom á 22. mínútu en það gerði Milan Pavkov eftir hornspyrnu.

Pavkov þessi var aftur á ferðinni aðeins sjö mínútum síðar en þá skoraði hann með skoti langt utan af velli.

Staðan orðin 2-0 fyrir Rauðu stjörnunni og þannig var hún í hálfleik. Jurgen Klopp setti Roberto Firmino og Joe Gomez inn á í hálfleik en þeir breyttu litlu. Rauða stjarnan varðist vel í seinni hálfleik og það var lítið að frétta hjá Liverpool. Leikar enduðu 2-0.

Þvílíkt óvænt úrslit, sérstaklega í ljósi þess að Liverpool vann 4-0 sigur gegn Rauðu stjörnunni á heimavelli fyrir tveimur vikum.

Í þessum riðli, C-riðlinum er Liverpool á toppnum með sex stig, en á eftir mætast Napoli og PSG. Napoli er með fimm stig og PSG hefur fjögur stig. Rauða stjarnan er með fjögur stig eftir sigurinn í kvöld. Liverpool á eftir að mæta Napoli á heimavelli og PSG á útivelli.

Henry niðurlægður
Thierry Henry byrjar feril sinn sem stjóri Mónakó ekki sérstaklega vel. Í kvöld fékk liðið óvæntan skell gegn Club Brugge á heimavelli. Lokatölur urðu 4-0 fyrir Club Brugge.

Mónakó er svo gott sem úr leik eftir tapið en liðið er aðeins með eitt stig eftir fjóra leiki. Club Brugge er með fjögur stig.

Síðan Henry tók við hefur liðið gert tvö jafntefli og tapað þremur. Liðið er í næst neðsta sæti frrönsku úrvalsdeildarinnar, en það er spurning hvort Henry sé farinn að finna fyrir pressu. Þetta er hans fyrsta stjórastarf.

Hér að neðan eru úrslitin í þeim leikjum sem búnir eru. Það eru sex leikir að byrja klukkan 20:00. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.

A-riðill
Mónakó 0 - 4 Club Brugge
0-1 Hans Vanaken ('12 )
0-2 Hans Vanaken ('17 , víti)
0-3 Wesley ('24 )
0-4 Ruud Vormer ('85 )

C-riðill
Crvena Zvezda 2 - 0 Liverpool
1-0 Milan Pavkov ('22 )
2-0 Milan Pavkov ('29 )



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner