banner
ţri 06.nóv 2018 19:50
Guđmundur Ađalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Liverpool átti engin svör í Serbíu
Henry farinn ađ finna fyrir pressu í Mónakó?
Liverpool gerđi ekkert til ađ verđskulda meira en tap.
Liverpool gerđi ekkert til ađ verđskulda meira en tap.
Mynd: NordicPhotos
Mynd: NordicPhotos
Henry hefur fengiđ hörmunarbyrjun sem stjóri Mónakó.
Henry hefur fengiđ hörmunarbyrjun sem stjóri Mónakó.
Mynd: NordicPhotos
Rauđa stjarnan frá Serbíu gerđi sér lítiđ fyrir og vann Liverpool í Meistaradeildinni í dag.

Ţađ var rosalegt andrúmsloft í Serbíu en stuđningsmennirnir hjá Rauđu stjörnunni tóku ekkert rosalega vel á móti gestunum frá Englandi.
Daniel Sturridge fékk dauđafćri til ađ koma Liverpool yfir á 17. mínútu en hann setti boltann yfir er hann var stutt frá markinu. Fyrsta mark leiksins kom á 22. mínútu en ţađ gerđi Milan Pavkov eftir hornspyrnu.

Pavkov ţessi var aftur á ferđinni ađeins sjö mínútum síđar en ţá skorađi hann međ skoti langt utan af velli.

Stađan orđin 2-0 fyrir Rauđu stjörnunni og ţannig var hún í hálfleik. Jurgen Klopp setti Roberto Firmino og Joe Gomez inn á í hálfleik en ţeir breyttu litlu. Rauđa stjarnan varđist vel í seinni hálfleik og ţađ var lítiđ ađ frétta hjá Liverpool. Leikar enduđu 2-0.

Ţvílíkt óvćnt úrslit, sérstaklega í ljósi ţess ađ Liverpool vann 4-0 sigur gegn Rauđu stjörnunni á heimavelli fyrir tveimur vikum.

Í ţessum riđli, C-riđlinum er Liverpool á toppnum međ sex stig, en á eftir mćtast Napoli og PSG. Napoli er međ fimm stig og PSG hefur fjögur stig. Rauđa stjarnan er međ fjögur stig eftir sigurinn í kvöld. Liverpool á eftir ađ mćta Napoli á heimavelli og PSG á útivelli.

Henry niđurlćgđur
Thierry Henry byrjar feril sinn sem stjóri Mónakó ekki sérstaklega vel. Í kvöld fékk liđiđ óvćntan skell gegn Club Brugge á heimavelli. Lokatölur urđu 4-0 fyrir Club Brugge.

Mónakó er svo gott sem úr leik eftir tapiđ en liđiđ er ađeins međ eitt stig eftir fjóra leiki. Club Brugge er međ fjögur stig.

Síđan Henry tók viđ hefur liđiđ gert tvö jafntefli og tapađ ţremur. Liđiđ er í nćst neđsta sćti frrönsku úrvalsdeildarinnar, en ţađ er spurning hvort Henry sé farinn ađ finna fyrir pressu. Ţetta er hans fyrsta stjórastarf.

Hér ađ neđan eru úrslitin í ţeim leikjum sem búnir eru. Ţađ eru sex leikir ađ byrja klukkan 20:00. Smelltu hér til ađ sjá byrjunarliđin.

A-riđill
Mónakó 0 - 4 Club Brugge
0-1 Hans Vanaken ('12 )
0-2 Hans Vanaken ('17 , víti)
0-3 Wesley ('24 )
0-4 Ruud Vormer ('85 )

C-riđill
Crvena Zvezda 2 - 0 Liverpool
1-0 Milan Pavkov ('22 )
2-0 Milan Pavkov ('29 )Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | mán 10. desember 16:30
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | miđ 28. nóvember 14:00
Gylfi Ţór Orrason
Gylfi Ţór Orrason | mán 19. nóvember 17:30
Heiđar Birnir Torleifsson
Heiđar Birnir Torleifsson | fös 16. nóvember 08:00
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | miđ 31. október 17:00
Jóhann Már Helgason
Jóhann Már Helgason | mán 15. október 09:30
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 12. október 08:25
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fim 04. október 17:10
No matches