Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. nóvember 2018 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho og Pogba - „Gott samband á milli stjóra og leikmanns"
Pogba var á blaðamannafundi í kvöld.
Pogba var á blaðamannafundi í kvöld.
Mynd: Getty Images
Mikið hefur verið rætt og skrifað um samband Pogba og Mourinho.
Mikið hefur verið rætt og skrifað um samband Pogba og Mourinho.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba og Jose Mourinho mættu saman á blaðamannafund í kvöld, fyrir leik Manchester United og Juventus í Meistaradeildinni á morgun, miðvikudag.

Mikið hefur verið rætt og skrifað um samband þeirra og hversu slæmt það sé, en þeir voru hressir á blaðamannafundinum í kvöld.

„Ég myndi segja að þetta væri gott samband á milli leikmanns og knattspyrnustjóra," sagði Mourinho og bætti Pogba við að samband þeirra væri svipað og hjá öllum öðrum leikmönnum liðsins.

Pogba hefur verið orðaður við Barcelona og fleiri lið, en hann segist ánægður hjá Man Utd undir stjórn Mourinho.

Mourinho hefur verið með Pogba í fjölmiðlabanni á tímabilinu en aðspurður út í það sagði franski landsliðsmaðurinn:

„Ég er bara leikmaður, ég geri það sem hann segir mér að gera, hann er stjórinn. Ég hlusta og þannig er það. Ég nýt þess að gera það. Ég hlusta og geri það með ánægju."

Missti fyrirliðabandið
Pogba var fyrirliði Man Utd í upphafi tímabilsins í fjarveru Antonio Valencia en eftir að hann gagnrýndi leikaðferðir Jose Mourinho, þá missti hann bandið. Hann segir að það hafi ekki haft áhrif á sig.

„Ég er enn að spila og ég er ánægður að spila. Stjórinn velur hver er fyrirliði."

„Það breytir engu þó hann hafi tekið fyrirliðabandið. Ég vil bara spila og standa mig vel."

„Það hafði engin áhrif á mig. Það breyttist ekkert."

„Lít ég út fyrir að vera sorgmæddur?"
Pogba er á sínu þriðja tímabili eftir endurkoma til United. Hann var í akademíunni hjá Man Utd en yfirgaf félagið og fór til Juventus eftir að hafa fengið fá tækifæri í aðalliðinu. Hann sneri aftur sumarið 2016 og varð þá dýrasti fótboltamaður í heimi. Það met hefur síðan þá verið bætt nokkrum sinnum.

Pogba segist ekki sjá eftir því að hafa farið aftur til Man Utd þrátt fyrir sögusagnir um annað.

„Að koma aftur til Manchester United var mín ákvörðun. Juventus var í Meistaradeildinni en Man Utd í Evrópudeildinni. Ég vissi að ég myndi ekki spila í Meistaradeildinni á fyrsta tímabili mínu hérna, ég sætti mig við það."

„Ég tók mína ákvörðun og ég sé alls ekki eftir henni. Ég vissi að Man Utd hefði ekki verið við toppinn árin áður en ég kom, en ég kom hingað til að hjálpa liðinu að komast aftur þangað."

„Lít ég út fyrir að vera sorgmæddur? Ég er ánægður. Ég er ánægður að klæðast þessari treyju, að spila fyrir þetta stóra félag. Ég er viss um að við munum komast aftur á toppinn," sagði Pogba.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner