Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 06. nóvember 2018 19:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rooney fær hvorki tíuna né fyrirliðabandið
Rooney er markahæstur í sögu enska landsliðsins. Hann mun leika sinn 120. landsleik gegn Bandaríkjunum þann 15. nóvember.
Rooney er markahæstur í sögu enska landsliðsins. Hann mun leika sinn 120. landsleik gegn Bandaríkjunum þann 15. nóvember.
Mynd: Getty Images
Eins og áður hefur verið greint frá þá mun Wayne Rooney taka landsliðsskóna aftur af hillunni í síðasta skipti er England tekur á móti Bandaríkjunum í góðgerðarlandsleik á Wembley 15. nóvember.

Rooney er markahæstur í sögu enska landsliðsins og verður þetta hans 120. landsleikur. Allur ágóði af leiknum mun renna til Wayne Rooney Foundation og annarra góðgerðarsamtaka.

Rooney spilaði síðast í 3-0 sigri gegn Skotlandi fyrir tveimur árum áður en hann lagði landsliðsskóna á hilluna.

Rooney mun leika sinn 120. landsleik gegn Bandaríkjunum en samkvæmt Sky Sports þá mun Rooney ekki vera með fyrirliðabandið og ekki leika í treyju númer 10, eins og hann var vanur að gera. Hann mun aðeins koma inn á sem varamaður í nokkrar mínútur.

Rooney leikur í dag með DC United í Bandaríkjunum. Hann gerði frábæra hluti með liðinu áður en það var slegið úr leik í úrslitakeppninni, í vítaspyrnukeppni gegn Columbus Crew. Rooney átti stóran þátt í því að liðið komst í úrslitakeppnina.
Athugasemdir
banner
banner
banner