mið 06. desember 2017 15:56
Elvar Geir Magnússon
Efnilegur leikmaður Liverpool varð fyrir kynþáttaníð
Brewster er sautján ára.
Brewster er sautján ára.
Mynd: Getty Images
Liverpool ætlar að senda opinbera kvörtun til UEFA eftir að ungstirnið Rhian Brewster varð fyrir kynþáttaníð í leik gegn Spartak Moskvu í Evrópukeppni unglingaliða í dag.

Brewster var ein helsta stjarna U17 landsliðs Englands sem varð heimsmeistari fyrr á árinu. Hann varð markakóngur.

Brewster varð fyrir kynþáttaníð frá leikmanni eða leikmönnum Moskvuliðsins og reiddist svo að liðsfélagar hans og starfslið þurftu að halda honum eftir að leikurinn var flautaður af.

Brewster talaði við Mohammed Al-Hakim, dómara leiksins, og sagði honum frá því hvað hann var kallaður.

Þegar þessi sömu lið mættust í keppninni í Moskvu í sptember varð annar leikmaður Liverpool fyrir kynþáttaníð, þá úr stúkunni.
Það var Bobby Adekanye sem fæddist í Nígeríu.

Liverpool vann leikinn í dag 2-0.

„Það er erfitt fyrir mig að tjá mig um atvikið á þessari stundu. Félagið mun skoða þetta og bregðast við. Ég væri frekar til í að tala um frammistöðu Rhian Brewster, hann var magnaður," sagði Steven Gerrard, þjálfari unglingaliðs Liverpool.

Curtis Jones og George Johnstone skoruðu mörk Liverpool í leiknum í kvöld.

Embed from Getty Images
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner