Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 06. desember 2017 06:00
Fótbolti.net
Henson framleiddi HM treyju
Marteinn Geirsson fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í treyjunni góðu ásamt fjölskyldumeðlimum.
Marteinn Geirsson fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í treyjunni góðu ásamt fjölskyldumeðlimum.
Mynd: Aðsend
Íslenski íþróttavöruframleiðandinn Henson hefur framleitt sína eigin útgáfu af HM treyju fyrir stuðningsmenn sem ætla að fylgjast með Heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Það fer vel á því að Henson sem var stofnað í maí 1969 og þjónustað hefur íslenskt íþróttafólk alla tíð síðan framleiði vörulínu í tengslum við stærsta viðburð íslenskra íþrótta.

„Við förum af stað með treyju og trefil og síðan bætist við fjölbreytt lína sem boðin verður til sölu í völdum verslunum," segir í tilkynningu Henson.

Treyjan er skírskotun til Rússlands sem gestgjafa og er með íslenska riðilinn prentaðann á hægri ermi ásamt hólfum til að skrifa inn úrslit leikja og á v-ermi verður landakort af Rússlandi og þar eru prentaðar inn staðsetningar og nöfn borgana þriggja þar sem leikirnir fara fram.

Treyjurnar verða í fyrstu til sölu í vefverslunni Heimkaup.is og í Henson Brautarholt 24, afgreiðslur hófust eftir hádegi í gær.

Verðið er kr. 6900 fyrir barnastærðir og kr. 7900 í fullorðins stærðum.

Treyjurnar verða framleiddar í öllum stærðum frá 86 cm til 5XL og fylgir penni með hverri treyju.

Fyrirtækjum mun einnig bjóðast treyjur með sínum fyrirtækja merkjum og er lágmarks fjöldi 15 stk. Þegar sú framleiðsla fer fram prentast merki fyrirtækjana í hverjum þeim litum sem gerð þeirra kallar á og prentunin verður hluti af efni en situr ekki ofan á eins og þegar um silkiprentun er að ræða.
Athugasemdir
banner
banner
banner