Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. desember 2017 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin í dag - Liverpool þarf stig
Mynd: Getty Images
Riðlakeppni Meistaradeildarinnar lýkur í kvöld. Síðasta umferðin í riðlum E-H fer fram með prompi og prakt.

Liverpool þarf stig úr heimaleik sínum gegn Spartak Moskvu til að vera öruggt með sæti í 16-liða úrslitum. Sigur í leiknum færir Liverpool efsta sæti riðilsins. Það þýðir að Liverpool fær "auðveldari" viðureign þegar dregið verður í 16-liða úrslitin.

Á sama tíma mætast Maribor og Sevilla, en ef allt fer á versta veg fyrir Liverpool endar liðið í Evrópudeildinni.

Manchester City er komið áfram úr sínum riðli og hefur unnið hann. Napoli og Shakhtar Donetsk berjast um annað sætið. Napoli þarf að vinna sinn leik og treysta á City í kvöld.

Besiktas er búið að vinna G-riðilinn en um annað sætið berjast RB Leipzig og Porto; Mónakó er úr leik. Fyrir kvöldið eru Leipzig og Porto jöfn að stigum, með sjö hvort.

Það er svo allt klárt í H-riðlinum. Tottenham vinnur hann, Real Madrid verður í öðru sæti og Dortmund fer í Evrópudeildina.

Hér að neðan eru leikir kvöldsins.

E-riðill:
19:45 Maribor - Sevilla
19:45 Liverpool - Spartak Moskva (Stöð 2 Sport 2)

F-riðill:
19:45 Feyenoord - Napoli
19:45 Shakhtar Donetsk - Manchester City (Stöð 2 Sport 4)

G-riðill:
19:45 RB Leipzig - Besiktas
19:45 Porto - Mónakó

H-riðill:
19:45 Real Madrid - Dortmund (Stöð 2 Sport 5)
19:45 Tottenham - APOEL (Stöð 2 Sport 3)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner