mið 06. desember 2017 21:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Liverpool áfram með stæl - Napoli úr leik
Liverpool lék á als oddi.
Liverpool lék á als oddi.
Mynd: Getty Images
Napoli fer í Evrópudeildina.
Napoli fer í Evrópudeildina.
Mynd: Getty Images
Aubameyang skoraði tvö en það var ekki nóg.
Aubameyang skoraði tvö en það var ekki nóg.
Mynd: Getty Images
Riðlakeppni Meistaradeildarinnar þetta árið er lokið! Henni lauk í kvöld með átta leikjum og meira en 30 mörkum.

Liverpool tryggði sæti sitt í 16-liða úrslitunum með stæl. Liverpool stillti upp Coutinho, Firmino, Mane og Salah saman og það svínvirkaði svo vægt sé til orða tekið.

Liverpool vantaði aðeins stig úr leiknum, en þeir tóku öll þrjú er þeir gjörsamlega gengu frá Spartak Moskvu. Staðan var 3-0 í hálfleik og leikurinn endaði 7-0. Coutinho skoraði þrennu, Mane var með tvö og Firmino og Salah voru með sitt markið hvor.

Sevilla gerði óvænt jafntefli gegn Maribor í Slóveníu en fer samt áfram úr riðlinum með Liverpool. Spartak Moskva fer í Evrópudeildina.

Eitt það óvæntasta sem gerðist í þessari riðlakeppni er það að Napoli er úr leik. Napoli tapaði gegn Feyenoord í kvöld á meðan Shakhtar vann Manchester City í Úkraínu. Napoli fer í Evrópudeildina á meðan Man City og Shakhtar fara áfram í Meistaradeildinni.

RB Leipzig er úr leik rétt eins og Dortmund. Leipzig tapaði gegn Besiktas og það verður því aðeins eitt þýskt lið í 16-liða úrslitunum; Bayern München.

Porto komst áfram eftir stórsigur á Mónakó og í H-riðlinum var allt búið að skýrast fyrir kvöldið. Tottenham var búið að vinna riðilinn og Real Madrid fer áfram með Spurs. Tottenham burstaði APOEL í kvöld á meðan Real Madrid marði Dortmund í hörkuleik.

E-riðill:
Maribor 1 - 1 Sevilla
1-0 Marcos Tavares ('10 )
1-1 Paulo Henrique Ganso ('75 )

Liverpool 7 - 0 Spartak
1-0 Philippe Coutinho ('4 , víti)
2-0 Philippe Coutinho ('15 )
3-0 Roberto Firmino ('18 )
4-0 Sadio Mane ('47 )
5-0 Philippe Coutinho ('50 )
6-0 Sadio Mane ('76 )
7-0 Mohamed Salah ('85 )

F-riðill:
Feyenoord 2 - 1 Napoli
0-1 Piotr Zielinski ('2 )
1-1 Nicolai Jorgensen ('33 )
2-1 Jeremiah St Juste ('90 )
Rautt spjald: Tonny Vilhena, Feyenoord ('84)

Shakhtar D 2 - 1 Manchester City
1-0 Bernard ('26 )
2-0 Ismaily ('32 )
2-1 Sergio Aguero ('90 , víti)

G-riðill:
RB Leipzig 1 - 2 Besiktas
0-1 Alvaro Negredo ('10 , víti)
1-1 Naby Keita ('87 )
1-2 Anderson Talisca ('90 )
Rautt spjald: Stefan Ilsanker, RB Leipzig ('82)

Porto 5 - 2 Mónakó
1-0 Vincent Aboubakar ('9 )
2-0 Vincent Aboubakar ('33 )
3-0 Yacine Brahimi ('46 )
3-1 Kamil Glik ('61 , víti)
4-1 Alex Telles ('65 )
4-2 Radamel Falcao ('78 )
5-2 Tiquinho ('88 )
Rautt spjald: Felipe, Porto ('38), Rachid Ghezzal, Mónakó ('38)

H-riðill:
Real Madrid 3 - 2 Borussia D.
1-0 Borja Mayoral ('8 )
2-0 Cristiano Ronaldo ('12 )
2-1 Pierre Emerick Aubameyang ('43 )
2-2 Pierre Emerick Aubameyang ('48 )
3-2 Lucas Vazquez ('81 )

Tottenham 3 - 0 APOEL
1-0 Fernando Llorente ('20 )
2-0 Son Heung-Min ('37 )
3-0 Georges-Kevin N'Koudou ('80 )



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner