Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 06. desember 2017 11:13
Magnús Már Einarsson
Mourinho segir að Matic spili - Trúir ekki sögum um David Silva
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segir að Nemanja Matic verði með í grannaslagnum gegn Manchester City á sunnudaginn.

Matic hefur verið að glíma við meiðsli en hann var ekki með gegn CSKA Moskvu í gærkvöldi líkt og fleiri leikmenn.

„Viljið þið fá sannleikann eða hvað viljið þið? Þið viljið sannleikann," sagði Mourinho eftir sigurinn á CSKA í gær.

„Sannleikurinn er sá að Eric Bailly á enga möguleika fyrir helgina en Phil Jones á möguleika."

„(Marouane) Fellaini er möguleiki, Zlatan (Ibrahimovic) á góða möguleika og (Nemanja) Matic er meiddur en hann mun pottþétt spila. Ég er að segja satt. Hann er meiddur en hann spilar. (Michael) Carrick á enga möguleika."


Pep Guardiola, stjóri Manchester City, sagði í gær að David Silva sé tæpur fyrir leikinn um helgina. Mourinho virðist hins vegar ekki trúa á því.

„Þetta er sannleikurinn hjá mér, ha? Engar sögusagnir eins og um (Alexandre) Lacazette eða David Silva. Þetta er allt sannleikur," sagði Mourinho og vísaði þar í að Lacazette spilaði með Arsenal um helgina eftir að sagt var að hann yrði ekki með.
Athugasemdir
banner
banner
banner