Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 06. desember 2017 14:30
Magnús Már Einarsson
U17 fer í milliriðil til Hollands
Mynd: KSÍ
Í dag var dregið í milliriðla fyrir EM 2018 hjá U17 karla og var Ísland þar á meðal liða, en mótherjar liðsins þar verða Ítalía, Holland og Tyrkland.

Riðillinn verður leikinn í Hollandi dagana 7.-13. mars 2018.

Ísland lenti í öðru sæti í sínum undanriðli og voru mótherjar liðsins þar Rússland, Finnland og Færeyjar.

Úrslitakeppnin verður haldin í Englandi 4.-20. maí 2018. Þau lið sem vinna riðla sína komast beint áfram ásamt þeim sjö þjóðum í öðru sæti sem hafa bestan árangur gegn liðunum í fyrsta og þriðja sæti síns riðils.
Athugasemdir
banner
banner
banner