banner
   mið 06. desember 2017 11:00
Magnús Már Einarsson
U17 karla fer til Bosníu og Hersegóvínu - U19 til Tyrklands
U19 ára landsliðið í ár.  Nýr árgangur tekur við á næsta ári.
U19 ára landsliðið í ár. Nýr árgangur tekur við á næsta ári.
Mynd: KSÍ
Í dag var dregið í undankeppni EM 2019 í bæði U17 og U19 karla og var Ísland að sjálfsögðu á meðal liða.

U17 karla var dregið í riðil 2 með Bosníu og Hersegóvínu, Úkraínu og Gíbraltar.

Riðillinn verður leikinn í Bosníu og Hersegóvínu 10.-16. október 2018. Lokakeppnin verður síðan haldin á Írlandi í maí 2019.

U19 karla var dregið í riðil 5 með Englandi, Tyrklandi og Moldavíu.

Riðillinn verður leikinn í Tyrklandi dagana 14.-20. nóvember 2018. Lokakeppnin verður síðan haldin í Armeníu í júlí 2019.
Athugasemdir
banner
banner
banner