Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 06. desember 2018 17:00
Elvar Geir Magnússon
Hasenhuttl á fyrsta fréttamannafundi: Þetta er úrslitabransi
Ralph Hasenhuttl var í stúkunni þegar Southampton tapaði fyrir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Ralph Hasenhuttl var í stúkunni þegar Southampton tapaði fyrir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Mynd: Getty Images
Austurríkismaðurinn Ralph Hasenhuttl, nýr stjóri Southampton, hélt sinn fyrsta fréttamannafund á Englandi í dag. Hann tekur við liðinu í fallsæti en Mark Hughes var rekinn í upphafi vikunnar.

„Það er heiður að sitja hér og ég er stoltur. Þetta er stór áskorun en eðlilegt næsta skref á ferlinum. Markmið mitt er að skapa mér nafn í ensku úrvalsdeildinni," segir Hasenhuttl.

Hans fyrsti leikur við stjórnvölinn verður gegn Cardiff á laugardaginn en hann var í stúkunni þegar Southampton tapaði 3-1 fyrir Tottenham á Wembley í gær.

„Fyrsta markmið er að koma liðinu úr fallsvæðinu. Það verður erfitt en ég óttast ekkert. Ég þarf að ná jafnvægi í varnarleikinn sem fyrst."

„Ég er að fara aftur í ræturnar. Á síðasta tímabili var ég þjálfari hjá frábæru Meistaradeildarliði (RB Lepzig). Þetta er ekki auðveldasta skrefið en ég vil ekki fara auðveldustu leiðina."

„Það sem ég var ánægðastur með í leiknum í gær var stuðningurinn frá okkar áhorfendum. Ég sá að samband stuðningsmanna og liðsins er gott. En þeir þurfa að sætta sig við annan leikstíl. Þetta er úrslitabransi og við þurfum að ná inn úrslitum sem fyrst," segir Hasenhuttl.

Á fundinum sagðist hann ekkert hafa heyrt frá Arsenal en nafn hans var í umræðunni þegar Arsene Wenger var að stíga frá borði.

Embed from Getty Images
Athugasemdir
banner
banner