Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 06. desember 2018 22:27
Brynjar Ingi Erluson
Líkir stjórabransanum við Tinder - „Engin þolinmæði lengur"
David Flitcroft er með sterkar skoðanir
David Flitcroft er með sterkar skoðanir
Mynd: Getty Images
„Einu sinni þurfti maður að spjalla aðeins við stelpurnar en núna hreyfir maður bara puttann til vinstri og hægri á Tinder. Svona er lífið, það er engin þolinmæði," sagði David Flitcroft, stjóri Mansfield, í áhugaverðu viðtali fyrir leik liðsins gegn Notts County í dag.

Mansfield og Notts County eigast við í ensku D-deildinni á laugardag en Notts County hefur verið með þrjá stjóra á þessu tímabili.

Harry Kewell og Kevin Nolan voru báðir látnir taka poka sinn hjá félaginu og stýrir Neil Ardley nú liðinu.

Flitcroft gagnrýnir stjórnarmenn Notts County í viðtali við BBC.

„Það vilja allir árangur strax. Það er ekki borin virðing fyrir því að byggja upp eða gefa tíma í það. Fólk vill bara fá árangur strax. Þegar ég var tildæmis að læra á bíl þá var ég að vinna í verksmiðju til að eiga fyrir bíl og bílprófinu en nú fá krakkar þetta í jólagjöf," sagði Flitcroft.
Athugasemdir
banner
banner