fim 06. desember 2018 09:25
Magnús Már Einarsson
Real búið að semja um Hazard - Ungur Tyrki til Man Utd?
Powerade
Eden Hazard er í slúðrinu í dag.
Eden Hazard er í slúðrinu í dag.
Mynd: Getty Images
Darmian gæti verið á förum frá Manchester United.
Darmian gæti verið á förum frá Manchester United.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með allt helsta slúðrið úr boltanum. Njótið.



Real Madrid hefur náð samkomulagi við Chelsea og Eden Hazard (27) um félagaskipti Belgans. Real vonast til að krækja í hann næsta sumar. (AS)

Neymar, leikmaður PSG, hefur gefið í skyn að hann vilji spila í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni. (YouTube)

Wolves vill fá japanska kantmanninn Shoya Nakajima (24) frá Portimonense í Portúgal. Leicester og Southampton hafa einnig áhuga. (Mail)

Unai Emery, stjóri Arsenal, er að íhuga 15 milljóna punda tilboð í Wesley Moraes (22) framherja Club Brugge í janúar. Wesley er einnig á óskalista Fiorentina og Valencia. (Sun)

Aston Villa er í bílstjórasætinu í baráttunni um Tom Heaton markvörð Burnley. (Mirror)

Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, hefur útilokað að fá Heaton eða Freddie Woodman (21) markvörð Newcstle. (Mirror)

Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, vill ganga frá framtíð Nabil Fekir (25) fyrir jól. Fekir var mjög nálægt því að ganga í raðir Liverpool síðastliðið sumar. (Le Progres)

Mick McCarthy, nýr landsliðsþjálfari Íra, mun reyna að sannfæra Declan Rice (19) leikmann West Ham um að skipta ekki um ríkisfang og spila fyrir England. (Telegraph)

Gianluigi Buffon, markvörður PSG, reiknar ekki með að Edinson Cavani (31) fari aftur til Napoli í janúar. (Tiki Taka)

Kylian Mbappe (21) vill fá Frenkie de Jong (21) miðjumann Ajax til PSG. (France Football)

Chelesa er í viðræðum við Napoli um kaup á Elseid Hysaj (24) bakverði Napoli. Hysaj er landsliðsmaður Albaníu en hann mætir Íslandi á næsta ári. (Calciomercato)

Inter gæti reynt að fá Matteo Darmian (29) varnarmann Manchester United í sínar raðir en félaginu mistókst að fá hann á láni síðastliðið sumar. (Gazzetta dello Sport)

Fulham hefur áhuga á Darmian en hann vill sjálfur frekar fara aftur til Ítalíu. (Tuttomercato)

Manchester United er að reyna að fá Ozan Kabak (18) varnarmann Galatasaray. Arsenal, Roma og Inter hafa líka áhuga á leikmanninum en hann er metinn á 20 milljónir punda. (Sun)

Króatíski miðjumaðurinn Mateo Kovacic (24) snýr væntanlega ekki aftur til Chelsea þegar lánssamningur hans frá Real Madrid klárast. Chelsea vill kaupa Kovacic sem og Tottenham. (AS)

Ein af ástæðum þess að Arsenal ákvað að ráða Unai Emery sem eftirmann Arsene Wenger var að hann hrósaði leikmannahópi liðsins og vildi ekki gera miklar breytingar. (Telegraph)

Eldhúsið á æfingasvæði Crystal Palace fékk núll í einkunn þegar heilbrigðisyfirvöld skoðuðu það fyrir nokkrum mánuðum. (Guardian)
Athugasemdir
banner
banner
banner