Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 06. desember 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þrjár semja við Aftureldingu/Fram
Margrét Regína Grétarsdóttir, Inga Laufey Ágústsdóttir og Sigrún Gunndís Harðardóttir.
Margrét Regína Grétarsdóttir, Inga Laufey Ágústsdóttir og Sigrún Gunndís Harðardóttir.
Mynd: Margrét Selma Steingrímsdóttir
Þrír leikmenn Aftureldingar/Fram voru að skrifa undir nýja tveggja ára samninga við félagið.

Inga Laufey Ágústsdóttir, fædd 2001, er yngst þeirra og lék hún í öllum leikjum liðsins í Inkasso-deildinni síðasta sumar. Inga Laufey var eftirsótt af liðum í Pepsi-deildinni en ákvað að halda tryggð við uppeldisfélagið sitt.

Sigrún Gunndís Harðardóttir, fædd 1996, gerði 8 mörk í 16 leikjum í 2. deildinni í fyrra en var í barneignafríi stærstan part síðasta sumars.

Margrét Regína Grétarsdóttir er fædd 1993 og lék helming leikja liðsins í sumar. Hún er afar fjölhæf og getur spilað flestar stöður á vellinum.

„Stjórn sameiginlegsliðs Aftureldingar og FRAM er gríðarlega ánægt með að þessir leikmenn hafi samið til næstu tveggja ára. Þetta eru öflugar stúlkur jafnt innan vallar sem utan en allar hafa þær unnið fyrir félagið við þjálfun og gefið af sér til félagsins," segir í yfirlýsingu frá félaginu.

„Við erum ótrúlega stolt af því að þessar öflugu stúlkur séu áfram andlit félagsins út á við og leiki með liðinu næstu tvö árin hið minnsta."


Mynd frá vinstri: Margrét Regína Grétarsdóttir, Inga Laufey Ágústsdóttir og Sigrún Gunndís Harðardóttir.

Mynd: Margrét Selma Steingrímsdóttir

Athugasemdir
banner
banner