fim 06. desember 2018 12:35
Elvar Geir Magnússon
Veðmálafyrirtæki draga í land í enska boltanum
Mynd: Getty Images
Ensk veðmálafyrirtæki hafa sameinast um að hætta að auglýsa í miðjum beinum sjónvarpsútsendingum frá kappleikjum. Þetta var ákveðið út af pólitískum þrýstingi.

Á Englandi er talsverð umræða um allan þann fjölda íbúa landsins sem eru með spilafíkn og áhrifin sem veðmálaauglýsingar hafa á unga sjónvarpsáhorfendur.

Matt Zarb-Cousin er talsmaður samtaka í landinu sem berjast gegn veðmálaauglýsingum og vill hann að bann verði sett á slíkar auglýsingar á búningi fótboltaliða. Hann segist þó ekki bjartsýnn á að það bann verði sett á næstunni.

60% af liðum í efstu tveimur deildum enska boltans eru með auglýsingar frá veðmálafyrirtækjum á treyjum sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner