banner
   mán 06. desember 2021 17:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sindri lagði inn mjög góða umsókn hjá Esbjerg - Klár ef kallið kemur
Sindri æfði með Esbjerg á dögunum.
Sindri æfði með Esbjerg á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Óli og Sindri Kristinn.
Ísak Óli og Sindri Kristinn.
Mynd: Keflavík
Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, var á reynslu hjá danska félaginu Esbjerg á dögunum. Esbjerg spilar í næstefstu deild Danmerkur og lenti í því að tveir af markmönnum félagsins glíma við meiðsli. Þá stakk Ísak Óli, bróðir Sindra og leikmaður Esbjerg, upp á því að Sindri myndi koma á æfingar hjá liðinu.

Það varð úr og stóð Sindri sig vel á æfingum hjá liðinu. „Þetta kom eins og þruma úr heiðskýru lofti," sagði Sindri við Fótbolta.net þegar hann vær mættur út til Esbjerg.

Sindri er samningsbundinn Keflavík en hann ræddi við Víkurfréttir eftir heimkomu í lok síðustu viku.

„Þetta gekk alveg ágætlega. Frábært að komast út og æfa við frábærar aðstæður," sagði Sindri við Víkurfréttir og kom svo inn á markmannsþjálfara liðsins. Sindri segir að þjálfarinn hafi virkað svolítið fjarlægur.

„Ég hugsaði bara með mér að hann væri ekki að fíla mig en ég ákvað að njóta þess að æfa og hafa gaman af. Svo eftir síðustu æfinguna kallaði hann mig á fund og þá hélt ég að hann væri að fara að segja mér að þetta myndi ekki ganga en það var eiginlega öfug skilaboð sem ég fékk. Þeim leist mjög vel á það sem ég sýndi þeim og kæmi mér ekki á óvart ef ég myndi heyra í þeim fljótlega aftur,“ sagði Sindri.

Kemur í ljós en umsóknin mjög góð
Fótbolti.net ræddi við Guðlaug Tómasson, umboðsmann Sindra, og spurði hann út í stöðu mála.

„Það verður að koma í ljós, þeir eru með markmenn á samningum sem eru meiddir. Það skýrist væntanlega í janúar," sagði Gulli.

„Sindri fékk góð viðbrögð, hann stóð sig vel. Hann lagði inn mjög góða umsókn en þeir eru með markmenn, sem eru meiddir núna, á lengri samningum. Annar þeirra verður heill aftur í janúar þannig það verður bara að koma í ljós."

Kæmi til greina að Sindri færi á lán til Esbjerg í nokkra mánuði? „Nei, það held ég ekki."

Er það skýrt hjá Sindra að hann vill fara út í atvinnumennsku?

„Já, það er alveg skýrt hjá honum. Hann er tilbúinn í það skref núna að mínu mati. Við stefnum að því og ekki neinu öðru í janúar," sagði Gulli.

Sjá einnig:
Léttist um sjö kíló og líður betur - „Finn það núna að sénsinn er ekki farinn" (18. júní)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner