Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 07. febrúar 2020 19:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Barcelona er trúðafélag"
Dugarry gagnrýnir Barcelona harðlega.
Dugarry gagnrýnir Barcelona harðlega.
Mynd: Getty Images
Christophe Dugarry.
Christophe Dugarry.
Mynd: Getty Images
Christophe Dugarry, fyrrum heimsmeistari með Frakklandi, liggur ekki á skoðunum sínum.

Núna segir hann að Barcelona sé „trúðafélag."

Vikan hefur ekki verið góð hjá Börsungum. Í gær féll liðið úr leik í spænska bikarnum gegn Athletic Bilbao. Eric Abidal, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, var í kastljósinu fyrir leik. Hann sakaði leikmenn Barcelona um að leggja sig ekki alla fram undir stjórn Ernesto Valverde.

Lionel Messi, stórstjarna Barcelona, var ósáttur við þessa gagnrýni og vildi að Abidal myndi nefna nöfn. Jordi Alba, bakvörður Barcelona, sagði að Abidal hefði höfðu haft neikvæð áhrif í klefanum.

Dugarry, sem var leikmaður Barcelona í sex mánuði 1997-98 tímabilið, er gagnrýninn á félagið.

„Þetta er trúðafélag," sagði Dugarry á RMC Sport. „Þeir kaupa (Philippe) Coutinho, (Ousmane) Dembele, þeir kaupa gaura og selja þá svo. Þú færð þá tilfinningu að það sé ekkert verkefni í gangi hjá félaginu."

„Í hverjum félagaskiptaglugga er vandamál. Þeim hefur gengið mjög illa í félagaskiptum síðan Iniesta og Xavi fóru. Þeir hafa eytt hellings pening."

„Fyrst og fremst er það þó slæm ímynd félagsins. Það er of mikið af fólki þarna sem skortir fágun, sem skortir klassa sem á að vera hjá svona félagi."

„Þetta er í alvöru félag með engan klassa," sagði Dugarry.

Barcelona er sem stendur í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum á eftir erkifjendunum í Real Madrid. Næsti leikur liðsins er gegn Real Betis á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner