Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 07. febrúar 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Blikar fara til Svíþjóðar - „Pælingin að halda þessu á sama undirlagi"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru 40 íslensk félög á leið út í æfingaferð á næstu vikum. Spánn er líkt og áður langvinsælasti áfangastaður en 33 af 40 liðum eru á leið þangað eða 82% liða.

Sjá einnig:
40 íslensk lið á leið út í æfingaferð - Fækkun frá því í fyrra

Breiðablik fer aðrar leiðir og fer til Svíþjóðar. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var spurður út í þá ákvörðun eftir 3-1 sigur á Leikni í Lengjubikarnum í kvöld.

„Það er bara þannig að við æfum á gervigrasi og níu af fyrstu 11 leikjunum okkar í deildinni eru á gervigrasi. Ég sé ekki tilganginn í því að fara í sólarlandarferð með æfingum á grasi þegar við spilum svona marga leiki á gervigrasi," sagði Óskar.

„Þetta datt upp í hendurnar á okkur. Við erum gervigraslið og við æfum á gervigrasi. Það er pælingin að halda þessum á sama undirlagi."

Blikar munu spila æfingaleik við sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping. „Það er mjög verðugt verkefni og það verður fróðlegt að sjá hvar við stöndum. Ég held að það sé gaman fyrir þá að máta sig við eitt besta lið Svíþjóðar og mjög öflugt lið á Skandinavískum mælikvarða."

Viðtalið við Óskar má sjá hér að neðan.
Óskar eftir 3-1 sigur: Fannst við ekki sérstaklega góðir
Athugasemdir
banner
banner
banner