Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 07. febrúar 2020 23:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótbolta.net mótið: KFS með góðan sigur á Kára
Eyþór Orri skoraði tvö fyrir KFS.
Eyþór Orri skoraði tvö fyrir KFS.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári 1 - 3 KFS
1-0 Aron Ingi Kristinsson ('10)
1-1 Arnar Breki Gunnarsson ('44)
1-2 Eyþór Orri Ómarsson ('62)
1-3 Eyþór Orri Ómarsson ('65)
Rautt spjald: Andri Júlíusson, Kári ('90)

KFS lagði Kára að velli þegar liðin mættust í Akraneshöllinni í C-deild Fótbolta.net mótsins í kvöld.

Aron Ingi Kristinsson kom Kára yfir eftir tíu mínútur, en undir lok fyrri hálfleiks jafnaði Arnar Breki Gunnarsson fyrir lærisveina Gunnars Heiðars Þorvaldssonar.

Eyþór Orri Ómarsson, strákur fæddur árið 2003, skoraði svo tvö mörk í seinni hálfleiknum til að tryggja sigur KFS. Eyþór Orri hefur spilað með meistaraflokki ÍBV síðastliðin tvö tímabil.

Lokatölur 3-1 fyrir KFS og fyrsti sigur þeirra í Fótbolta.net mótinu staðreynd.

KFS hefur spilað alla þrjá leiki sína og er með þrjú stig í þriðja sæti. Kári hefur fjögur stig og er eins og er á toppi riðilsins.

Hvíti riddarinn og KV mætast á morgun í lokaleik riðilsins. Þá skýrist það í hvaða sætum liðin enda í og um hvaða sæti þau spila í C-deild mótsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner