Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 07. febrúar 2020 13:50
Elvar Geir Magnússon
Guardiola: Held að Messi ljúki ferlinum hjá Barcelona
Messi er 32 ára.
Messi er 32 ára.
Mynd: Getty Images
Sögusagnir hafa verið í gangi um að Manchester City hafi trú á því að félagið eigi möguleika á því að fá Lionel Messi næsta sumar.

Fjallað var um málið í The Athletic.

Það kemur því ekki á óvart að á fréttamannafundi Pep Guardiola í dag hafi fyrsta spurningin verið um Messi. Guardiola telur að argentínski snillingurinn muni ekki yfirgefa Börsunga.

„Hann spilar fyrir Barcelona og verður þar áfram. Ég held að hann muni klára sinn feril hjá félaginu," svaraði Guardiola.

Messi, sem er einn besti fótboltamaður sögunnar, hefur leikið með Barcelona allan sinn feril. Hann vann með Pep Guardiola, núverandi stjóra Man City, hjá Barcelona frá 2008 til 2012.
Athugasemdir
banner
banner
banner