Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 07. febrúar 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Hörð barátta framundan um þjónustu Lallana
Mynd: Getty Images
Allt bendir til þess að miðjumaðurinn Adam Lallana yfirgefi herbúðir Liverpool þegar samningur hans rennur út í sumar.

Hinn 31 árs gamli Lallana hefur einungis byrjað níu leiki í ensku úrvalsdeildinni undanfarið tvö og hálft tímabil.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, veit að hann getur ekki boðið Lallana þann spiltíma sem leikmaðurinn vill og því hafa samningaviðræður ekki farið af stað af alvöru.

Leicester, Tottenham og Arsenal vilja öll fá Lallana í sínar raðir og ljóst er að hart verður barist um þjónustu hans fyrir næsta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner