banner
   fös 07. febrúar 2020 09:46
Magnús Már Einarsson
Indriði og Jón Skafta gefa kost á sér í stjórn KR
Indriði Sigurðsson.
Indriði Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Indriði Sigurðsson, fyrrum atvinnu og landsliðsmaður, ætlar að gefa kost á sér í stjórn knattspyrnudeildar KR á aðalfundi félagsins í næstu viku. Morgunblaðið greinir frá.

Indriði spilaði með KR á ferli sínum en hann lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2017.

Jón Skaftason, fyrrum miðjumaður KR, ætlar einnig að bjóða sig fram í stjórnina en hann skoraði eftirminnilegt og mikilvægt mark gegn Fylki árið 2002 þegar KR varð Íslandsmeistari.

Kristinn Kjærnested ætlar að hætta sem formaður knattspyrnudeildar eftir að hafa gegnt því embætti síðan árið 2008.

Páll Kristjánsson tilkynnti á Fótbolta.net í gær að hann ætli að bjóða sig fram sem formaður en hann hefur verið í stjórn undanfarin þrjú ár. Enginn annar hefur gefið út formannsframboð ennþá.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner