fös 07. febrúar 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland um helgina - Lengjubikarinn byrjar að rúlla
HK mætir FH í Kórnum í kvöld.
HK mætir FH í Kórnum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er nóg um að vera um helgina á Íslandi. Undirbúningstímabilið er í fullum gangi, en um helgina fer Lengjubikar karla af stað.

Tveir leikir eru í Lengjubikarnum í kvöld. Breiðablik og Leiknir úr Breiðholti hefja mótið þegar liðin mætast í Fífunni kl. 18:30.

HK og FH etja kappi í Kórnum kl. 19:00 og á laugardag mætast síðan Þór og Grótta í Boganum og hefst sá leikur kl. 18:15.

KR er ríkjandi Lengjubikarmeistari en liðið vann ÍA í úrslitaleik í fyrra.

Um helgina er einnig leikið í Reykjavíkurmóti kvenna, Kjarnafæðismótinu, Faxaflóamótinu og Fótbolta.net mótinu. Það ættu allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi.

föstudagur 7. febrúar

Reykjavíkurmót kvenna - B-riðill
18:00 Valur-KR (Origo völlurinn)
19:00 Fylkir-Fjölnir (Egilshöll)

Faxaflóamót kvenna - B-riðill
21:00 Augnablik-Grótta (Fífan)

Fótbolta.net mótið - C-deild riðill 1
20:00 Kári-KFS (Akraneshöllin)

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 1
18:30 Breiðablik-Leiknir R. (Fífan)

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 3
19:00 HK-FH (Kórinn)

Kjarnafæðismótið - B-deild
20:30 Kormákur/Hvöt - KA 3 (KA-völlur)

laugardagur 8. febrúar

Reykjavíkurmót kvenna - B-riðill
15:15 Víkingur R.-Þróttur R. (Egilshöll)

Faxaflóamót kvenna - B-riðill
17:00 Afturelding-ÍBV (Varmárvöllur - gervigras)
17:00 HK-ÍA (Kórinn)

Fótbolta.net mótið - B-deild leikið um sæti
13:00 Þróttur V.-Njarðvík (Fylkisvöllur)

Fótbolta.net mótið - C-deild riðill 1
13:00 KV-Hvíti riddarinn (KR-völlur)

Fótbolta.net mótið - C-deild riðill 2
15:00 Augnablik-Árborg (Fífan)

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 3
18:15 Þór-Grótta (Boginn)

Sunnudagur 9. febrúar

Kjarnafæðismótið A-deild
18:30 KA 2 - Leiknir F. (Boginn)
20:15 Völsungur - Magni (Boginn)

Kjarnafæðismótið B-deild
16:45 Þór 2 - Höttur/Huginn (Boginn)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner