Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 07. febrúar 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kroos: Ferill minn mun ekki endast mikið lengur
Mynd: Getty Images
Toni Kroos, miðjumaður Real Madrid, viðurkennir að hann sjái sjálfan sig ekki spila fótbolta í mörg ár til viðbótar.

Kroos, sem hefur leikið í höfuðborg Spánar frá árinu 2014, varð þrítugur í janúar. Hann hefur unnið flestallt sem fótboltamönnum dreymir um að vinna, þar á meðal Meistaradeildina fjórum sinnum og Heimsmeistaratitil einu sinni.

„Ég er orðinn þrítugur og þá er gott að hugsa - hvað vill ég meira?" sagði Kroos við Sportschau Club.

„Ferill minn mun ekki endast mikið lengur. Ég er viss um að ég muni ekki spila fótbolta þegar ég verð 38 ára."

Samningur Kroos við Real Madrid rennur út 2023. Hann er enn hungraður í titla. „Það er ávanabindandi að vinna titla. Þess vegna er ég enn að spila."

Kroos og félagar hans í Real Madrid fara inn í helgina með þriggja stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar.

Það er þó ljóst að Real vinnur ekki spænska bikarinn eftir tap gegn Real Sociedad í gær.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 32 25 6 1 70 22 +48 81
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 32 13 12 7 46 34 +12 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner