fös 07. febrúar 2020 12:43
Elvar Geir Magnússon
Lingard fær óvæntan stuðning - Líkt við Iniesta
Jesse Lingard.
Jesse Lingard.
Mynd: Getty Images
Jesse Lingard, leikmaður Manchester United, hefur verið harðlega gagnrýndur á þessu tímabili en síðasta mark hans í ensku úrvalsdeildinni kom í desember 2018.

Rene Meulensteen, sem var í þjálfarateymi United, fer þó fögrum orðum um leikmanninn og segir að hann hafi svipaða kosti og Andrés Iniesta, fyrrum leikmaður Barcelona og heimsmeistari með spænska landsliðinu.

„Jesse er með eiginleika í sínum leik sem eru svipaðir og Iniesta hafði fyrir Barcelona," segir Meulensteen sem var aðstoðarþjálfari hjá United 2007-2013.

„Jesse er frábær drengur og er leikmaður sem andstæðingarnir eiga erfitt með að dekka. Ég hef trú á því að hann muni ná sér aftur á flug. Það þarf að finna út af hverju það kemur ekki nægilega mikið út úr honum núna."

Ole Gunnar Solskjær hefur geymt Lingard á bekknum síðustu vikur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner