Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 07. febrúar 2020 11:29
Elvar Geir Magnússon
Njóta erlendir leikmenn Man Utd ekki sannmælis?
Ole Gunnar Solskjær og Kieran McKenna.
Ole Gunnar Solskjær og Kieran McKenna.
Mynd: Getty Images
Mirror segir að erlendir leikmenn Manchester United hafi áhyggjur af því að Kieran McKenna, aðstoðarmaður Ole Gunnar Solskjær, sé að fá of mikil völd.

Sagt er að þeir verði vel varir við mjög einföld og bresk áhrif á æfingasvæðinu og telji sig ekki njóta sannmælis miðað við heimamennina.

McKenna er 33 ára Norður-Íri sem er nánasti aðstoðarmaður Solskjær ásamt Michael Carrick.

Romelu Lukaku, Ander Herrera, Alexis Sanchez og Marcos Rojo eru allt erlendir leikmenn sem hafa yfirgefið United nýlega.

Ole Gunnar Solskjær er að endurbyggja leikmannahóp United og er greinilegt að hann sækir mikið í að fá unga breska leikmenn.
Athugasemdir
banner
banner