Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 07. febrúar 2020 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reykjavíkurmót kvenna: Fylkir er Reykjavíkurmeistari
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir er Reykjavíkurmeistari kvenna í fyrsta sinn eftir 4-0 sigur á Fjölni í Egilshöll á þessu föstudagskvöldi.

Fylkir þurfti að minnsta kosti jafntefli úr leiknum eftir að Valur vann 4-1 sigur á KR fyrr í dag. Fylkir lét sér ekki jafntefli duga og vann öruggan 4-0 sigur.

A-riðill Reykjavíkurmóts kvenna endar því þannig að Fylkir er á toppnum með fullt hús stiga og Valur í öðru sæti með 12 stig. Valur vann alla leiki sína nema gegn Fylki.

Óhætt er að segja að Fylkir hafi verið að stöðva einokun Vals, sem hafði unnið Reykjavíkurmót kvenna samfleytt frá árinu 2016.

Einn leikur er eftir í A-riðlinum og er það leikur Þróttar og Víkings sem fer fram á morgun.

Á Instagram-síðu Heimavallarins er hægt að sjá myndband af því þegar Fylkisstúlkur lyftu bikarnum.

Valur 4 - 1 KR
Mörk Vals: Ásdís Karen Halldórsdóttir, Elín Metta Jensen, Guðný Árnadóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir.
Mark KR: Katrín Ásbjörnsdóttir

Fylkir 4 - 0 Fjölnir
Mörk Fylkis: Katla María Þórðardóttir 2, Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir, Bryndís Arna Níelsdóttir.
Athugasemdir
banner
banner