Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 07. febrúar 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samkomulag við Parrott eftir margra mánaða viðræður
Troy Parrott.
Troy Parrott.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn efnilegi, Troy Parrott, hefur samþykkt nýjan samning við Tottenham eftir margra mánaða viðræður. Evening Standard og fleiri fjölmiðlar á Bretlandseyjum segja frá þessu.

Parrott varð 18 ára síðasta þriðjudag. Samningurinn við hann er til ársins 2023.

Hann vakti áhuga frá Þýskalandi, frá Borussia Dortmund og Bayern München.

Parrott þykir mikið efni og hefur hann nú þegar spilað sinn fyrsta A-landsleik fyrir Írland. Hann lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í 5-0 sigri á Burnley í desember á síðasta ári.

Harry Kane er meiddur, en Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir að Parrott sé ekki tilbúinn að fylla skarð hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner