Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 07. febrúar 2020 10:50
Elvar Geir Magnússon
Segir að Vertonghen sé enn „ofurglaður" hjá Tottenham
Vertonghen var mjög svekktur þegar honum var skipt af velli.
Vertonghen var mjög svekktur þegar honum var skipt af velli.
Mynd: Getty Images
Jan Vertonghen er enn ákveðinn í að afreka stóra hluti hjá Tottenham þrátt fyrir viðbrögð hans þegar hann var tekinn af velli gegn Southampton á miðvikudaginn.

Þessi 32 ára varnarmaður var miður sín þegar hann var tekinn af velli á 54. mínútu.

Samningur Vertonghen við Tottenham rennur út í sumar og sögusagnir eru um að ólíklegt sé að hann framlengi.

„Hans viðbrögð eftir skiptinguna tengdust framtíð hans ekkert. Hann var mara svekktur þegar hann var tekinn af velli. Hann var óánægður með eigin frammistöðu og liðsins," segir Tom de Mul, umboðsmaður Vertonghen.

Jose Mourinho sagði þetta eftir leikinn:

„Það er erfitt að skipta leikmönnum út þegar leikurinn er í gangi. Við vorum ekki að stýra leiknum og ég vildi breyta yfir í fjögurra manna varnarlínu. Jan var sá sem ég tók af velli, svona er boltinn. Sumir leikmenn taka illa í svona skiptingar en Jan sýndi að hann er fagmaður. Ég skil að hann sé vonsvikinn, það er eðlilegt. Hann sýnir ávallt fagmennsku og það gleður mig ekki að þurfa að gera breytingar. Ég gerði það fyrir liðið, Jan er ánægður fyrir hönd liðsins," sagði Mourinho.

Vertonghen hefur verið hjá Tottenham síðan 2012 en þá kom hann frá Ajax.

„Jan vill enn afreka stóra hluti með Tottenham. Hann vill að liðið komist í Evrópu og vinni FA-bikarinn. Hann er enn metnaðarfullur og með einbeitingu á markmiðin. Hann er enn ofurglaður hjá Tottenham og í London," segir De Mul umboðsmaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner