Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 07. febrúar 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sér eftir að hafa samið við Nasri
Samir Nasri er á mála hjá Anderlecht.
Samir Nasri er á mála hjá Anderlecht.
Mynd: Getty Images
Michael Verschueren, yfirmaður knattspyrnumála hjá belgíska félaginu Anderlecht, segist sjá eftir því að hafa samið við Frakkann Samir Nasri síðasta sumar.

Nasri gekk í raðir Anderlecht í júlí á síðasta ári eftir að Vincent Kompany, fyrrum liðsfélagi hans hjá Manchester City, var ráðinn stjóri liðsins. Nasri, sem er 32 ára sóknarmiðjumaður, var án félags eftir að samningur hans hjá West Ham rann út.

Nasri hefur verið að glíma við meiðsli og ekki spilað síðan 4. október síðastliðinn.

„Ef ég þyrfti að gera þetta aftur, myndum við semja við Samir Nasri? Miðað við það sem við vitum núna, þá nei," sagði Verschueren við Proximus.

Nacer Chadli og Kemar Roofe komu einnig til Anderlecht síðasta sumar og miklar vonir bundnar við þá. Þeir hafa einnig verið í meiðslum.

„Við höfum miklar áhyggjur af kálfameiðslum Nacer Chadli. Hefðum við vitað af þeim, þá hefðum við kannski farið öðruvísi að. Við höfum verið óheppnir."

Tímabilið hefur ekki verið gott hjá Anderlecht sem er í níunda sæti belgísku úrvalsdeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner