Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 07. febrúar 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterling spilar ekki um helgina
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling, kantmaður Manchester City, spilar ekki á sunnudaginn gegn West Ham vegna meiðsla aftan á læri.

Sterling meiddist í 2-0 tapinu gegn Tottenham um síðustu helgi. Hann er að reyna að ná sér af meiðslunum fyrir fyrri leikinn gegn Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þann 26. febrúar næstkomandi.

City fer í tveggja vikna vetrarfrí eftir leikinn gegn West Ham á sunnudag. Eftir vetrarfríið mætir liðið Leicester í baráttunni um annað sæti ensku úrvalseildarinnar. Svo er það ferðalag til Spánar, nánar tiltekið Madrídar.

Sterling, sem á enn eftir að skora árið 2020, hefur byrjað 23 af 25 deildarleikjum City á tímabilinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner