Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 07. febrúar 2020 21:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Alfreð og félagar steinlágu í Frankfurt
Mynd: Getty Images
Eintracht Frankfurt 5 - 0 Augsburg
1-0 Timothy Chandler ('37 )
2-0 Timothy Chandler ('48 )
3-0 Andre Silva ('55 )
4-0 Filip Kostic ('89 )
5-0 Filip Kostic ('90 )

Alfreð Finnbogason og félagar hans í Augsburg áttu ekki mikinn mögulega gegn Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Augsburg var fyrir ofan Frankfurt í deildinni fyrir leik, en það var ekki að sjá á því hvernig leikurinn fór.

Bandaríkjamaðurinn Timothy Chandler skoraði undir lok fyrri hálfleiksins og kom Frankfurt yfir, og skoraði hann svo aftur í byrjun seinni hálfleiks.

Portúgalinn Andre Silva kom Frankfurt í 3-0 á 55. mínútu og skoraði Filip Kostic tvisvar áður en leikurinn kláraðist. Lokatölur 5-0 fyrir Eintracht Frankfurt.

Alfreð var í byrjunarliði Augsburg og var þannig að leika sinn fyrsta byrjunarliðsleik frá því snemma í nóvember á síðasta ári. Alfreð fór af velli á 65. mínútu. Það er vonandi að hann haldist meiðslalaus enda mikilvægt landsliðsverkefni framundan í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner