Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 07. febrúar 2020 19:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Loksins spilaði Rúrik - Sigur hjá Guðlaugi Victor
Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason.
Mynd: Getty Images
Rúrik Gíslason spilaði sinn fyrsta leik fyrir Sandhausen síðan í október er hann kom inn á sem varamaður í tapi gegn Sandhausen.

Undir lok síðasta mánaðar talaði þjálfari Sandhausen, Uwe Koschinat, að það væri möguleiki á að Rúrik myndi fara í janúarglugganum. Sandhausen hefur verið að spila 4-4-2 með tígulmiðju og lítið pláss fyrir Íslendinginn í leikkerfinu.

Hann kom hins vegar inn á í kvöld á 58. mínútu í 1-0 tapi gegn Heidenheim. Þetta er fyrsti deildarleikurinn hjá Rúrik frá 23. nóvember síðastliðnum.

Sandhausen er í tíunda sæti B-deildarinnar eftir tapið í kvöld.

Hitt Íslendingaliðið í B-deildinni, Darmstadt, vann sinn leik í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Darmstadt í 3-2 sigri á botnliði Dynamo Dresden. Darmstadt er í 11. sæti deildarinnar
Athugasemdir
banner
banner
banner