Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 07. febrúar 2020 18:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tyrkland: Tap í fyrsta byrjunarliðsleik Viðars
Viðar á landsliðsæfingu.
Viðar á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Viðar Örn Kjartansson var í byrjunarliði Yeni Malatyaspor þegar liðið tapaði fyrir Ankaragucu í tyrknesku úrvalsdeildinni.

Eftir markalausan fyrri hálfleik missti Yeni Malatyaspor mann af velli með rautt spjald í byrjun þess seinni. Varnarmaðurinn Mustafa Akbas fékk beint rautt spjald.

Stuttu síðar var Viðar tekinn af velli, nánar tiltekið á 55. mínútu. Á 66. mínútu skoraði Dever Orgill eina mark leiksins fyrir Ankaragucu.

Yeni Malatyaspor er í tíunda sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar. Ankaragucu er áfram í fallsæti, en núna einu stigi frá öruggu sæti.

Þetta var annar leikur Viðars í Tyrklandi, en hann er þar á láni út tímabiilið frá Rostov í Rússlandi. Á síðasta ári fór Viðar til Rubin Kazan á láni en þeim lánssamningi var rift á dögunum. Hinn 29 ára gamli Viðar er nú mættur til Tyrklands en hann hefur á ferli sínum einnig leikið í Noregi, Svíþjóð, Kína og Ísrael.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner