fös 07. febrúar 2020 14:28
Magnús Már Einarsson
VAR í leik Íslands og Rúmeníu - Aðstæður skoðaðar í Laugardal
Icelandair
Mynd: KSÍ
Menn á vegum Hawk-Eye, framkvæmdaraðila VAR, og UEFA voru í heimsókn á Laugardalsvelli í vikunni.

Tilefni heimsóknarinnar var að kanna aðstæður vegna notkunar VAR á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 og leist þeim vel á aðstæður á vellinum.

Leikurinn fer fram 26. mars og verður þetta í fyrsta sinn sem notast verður við VAR á Íslandi.

Sjá einnig:
Bjartsýni með ástand Laugardalsvallar - Skoðað að leggja dúk um helgina


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner