Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 07. febrúar 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingur semur við þrjár fyrir átökin í 1. deild
Víkingur leikur í 1. deild kvenna næsta sumar.
Víkingur leikur í 1. deild kvenna næsta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnudeild Víkings Reykjavík hefur samið við þrjá nýja leikmenn um að spila með liðinu í 1. deild kvenna sumarið 2020.

Um er að ræða þær Höllu Margréti Hinriksdóttur, Telmu Sif Búadóttur og Dagný Rún Pétursdóttur.

Halla Margrét er 25 ára markvörður uppalin í Aftureldingu. Halla var leikmaður HK/Víkings 2019 og stóð í marki liðsins fyrstu leikina í Pepsi-Max deildinni síðasta sumar áður en hún puttabrotnaði. Halla spilaði samt sem áður stórt hlutverk í liði HK/Víkings í fyrra og er komin til baka úr meiðslum.

Halla hefur spilað 50 meistaraflokksleiki með, ásamt HK/Víking, Breiðablik, ÍA og Aftureldingu. Þá á hún 8 leiki fyrir U19 ára landslið Íslands.

Telma Sif er 19 ára miðjumaður sem kom til Víkings frá Val núna í haust. Telma hefur spilað 16 meistaraflokksleiki með KH og ÍR í 1. deild kvenna.

Dagný Rún er 16 ára og kemur til Víkings frá HK. Dagný á að baki 13 meistaraflokksleiki þrátt fyrir ungan aldur enda virkilega efnilegur leikmaður sem vert er að fylgjast með. Dagný spilaði sjö leiki með HK/Víking í Pepsi Max-deildinni á síðasta ári.

„Knattspyrnudeild Víkings væntir mikils af þessum glæsilegu leikmönnum og lýsir yfir mikilli ánægju yfir þessum undirskriftum," segir í tilkynningu frá Víkingi.

HK og Víkingur ákváðu að slíta samstarfi eftir síðasta tímabil og mun Víkingur taka sæti liðsins í 1. deild. HK er í 2. deild.


Athugasemdir
banner
banner