Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 07. mars 2020 21:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arteta: Stórlið finna leið þegar þau eiga erfiðan dag
Mynd: Getty Images
„Ég er mjög ánægður með úrslitin vegna þess að stórlið finna leið þegar þau eiga ekki sinn besta dag," sagði Mikel Arteta, stjóri Arsenal, eftir 1-0 sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

West Ham fékk fullt af fínum færum í leiknum en það var varamaðurinn Alexandre Lacazette sem tryggði heimamönnum sigurinn.

„Mér fannst við ekki mjög heppnir en við fengum heppnina með okkur í lið þegar við þurftum á henni að halda. Það er augljóst að þetta var ekki okkar dagur en liðið fann leið til þess að sigra."

„Það er hægt að byggja ofan á þessa samstöðu og þennan vilja. Þegar markið var dæmt af þá hugsaði ég allt í lagi. Svo var mér sagt að markið myndi standa en svo komu tvær eða þrjár mínútur. Þá hélt ég að niðurstaðan yrði slæm. Ég er ánægður með VAR í dag,"
sagði Arteta.

Arsenal hefur gengið betur undir stjórn Arteta heldur en fyrir komu hans en Arteta er á því að liðið eigi eftir að taka nokkur skref í viðbót áður en talað sé um að skútunni hafi verið snúið við.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner