Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 07. mars 2020 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Aubameyang: Þarft ekki að vinna titla til að vera frábær framherji
Pierre Emerick-Aubameyang hefur aldrei unnið deildartitil
Pierre Emerick-Aubameyang hefur aldrei unnið deildartitil
Mynd: Getty Images
PIerre-Emerick Aubameyang, framherji Arsenal, segir að hann þurfi ekki að vinna titla til að sanna það að hann sé frábær framherji.

Aubameyng er 30 ára gamall og er einn af öflugustu framherjum heims en hann hefur þó aldrei unnið deildartitil á ferlinum.

Hann hefur spilað með liðum á borð við AC Milan, Dijon, Lille, St. Etienne og Borussia Dortmund en tókst aldrei að vinna deildina með þessum félögum.

Hann vann þýska bikarinn með Dortmund og St. Etienne en hann segist ekki þurfa að vinna titla til að vera í heimsklassa.

„Ég er fraherji og því ver ég mína hlið en ég held að maður þurfi ekki að vinna titla til að vera áltinn sem frábær framherji," sagði Aubameyang.

„Það getur auðvaitað hjálpað en maður hefur séð marga frábæra leikmenn sem unnu enga titla og við virðum þá útaf hæfileikum þeirra."

„Þú þarft ekki að vinna titla en það er auðvitað betra ef manni tekst að vinna,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner