Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 07. mars 2020 20:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Belgía: Lið Ara gæti fallið í lokaumferðinni
Mynd: Eyþór Árnason
Oostende 2 - 4 Genk

Ari Freyr Skúlason var að vanda í liði Oostende sem lék í efstu deild í Belgíu í dag. Oostende hefur verið í miklu brasi á leiktíðinni og situr í næstneðsta sæti deildarinnar.

Leiknar eru þrjátíu umferðir áður en deildinni er skipt upp í tvær úrslitakeppnir þar sem leikið er annars vegar um meistaratitilinn í því efra og í því neðra er leikið um eitt Evrópusæti.

Oostende tapaði 2-4 gegn Genk á heimavelli í gær og lék Ari allan leikinn. Ari, sem skoraði í síðustu umferð, hefur verið fastamaður hjá liðinu í vetur.

Þrjú lið geta fallið í lokaumferðinni en neðsta liðið, Waasland-Beveren á erfiðan leik á meðan Oostende mætir Cercle Brugge, þriðja neðsta liðinu.

Lokaumferðin fer fram næsta sunnudag og eftir það hefjast úrslitakeppnirnar. Beveren er með tuttugu stig, Oostende 22 og Cercle Brugge 23.
Athugasemdir
banner
banner